Sandófjör og litahlaup

Fyrsta vika skólastarfsins var heldur betur fjölbreytt og skemmtileg í Sandgerðisskóla.

Á fimmtudaginn var Litahlaup á nýjum göngustíg á milli Sandgerðis og Garðs. Margar skemmtilegar myndir af hlaupinu og frétt um opnun göngustígsins er að finna hér.

Á föstudeginum var síðan ,,Sandófjör” dagur í skólanum. Dagurinn byrjaði á ratleik um útisvæði skólans, þar sem nemendur tóku myndir af sér í allskonar þrautum. Eftir ratleik var skemmtun á sal skólans þar sem Hólmfríður skólastjóri veitti viðurkenningar fyrir sumarlestur og síðan kom Ingó veðurguð og skemmti nemendum og starfsfólki við mikinn fögnuð viðstaddra. Eftir það var öllum nemendum boðið uppá pizzuveislu í boði Suðurnesjabæjar.

Virkilega vel heppnuð og skemmtileg byrjun á skólaárinu.