Sando Boyz á First Lego League

Sando Boyz á First Lego League
Sando Boyz á First Lego League

Fimm drengir úr Sandgerðisskóla lögðu leið sína ásamt tveimur leiðbeinendum sínum í Háskólabíó síðastliðinn laugardag að taka þátt í lokahátíð First Lego League til að sýna afrakstur vetrarins ásamt 14 öðrum liðum frá skólum alls staðar af landinu.  

Drengirnir fimm eru búnir að vinna hörðum höndum í vali á unglingadeildinni að hanna og forrita vélmenni sem leysir þrautir og safnar stigum fyrir þá. Einnig unnu þeir að nýsköpunarhugmynd sem þeir settu upp til að lækka rafmagnskostnað skólans. Þeir settu fram hugmynd að hægt væri að nýta orku nemenda og starfsmanna til að búa til rafmagn sem væri svo nýtt til að hlaða tækjabúnað skólans. 

Sando Boyz á First Lego League

Sando Boyz á First Lego League

Drengirnir fimm, Theodór Elmar í 10. bekk, Amine Halldór og Ástmar L. í 9. bekk og Bartosz og Sigurður Almar í 8. bekk stóðu sig vel og voru sér, fjölskyldum sínum og skólanum til mikils sóma. 

First Lego League kynnir vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði fyrir krökkum á aldrinum 10-16 ára í gegnum leik. Þátttakendur fá í hendurnar raunveruleg viðfangsefni sem nemendur leysa í gegnum forritun og hugmyndasmíði ásamt leiðbeinendum sínum. Þemað í ár var SuperPowered. 

Meðfylgjandi eru myndir af okkar fólki á keppninni, smellið hér

Smellið hér til að sjá myndbrot af okkar fólki á keppninni. 

GIF mynd af keppendum og leiðbeinendum.