Sandgerðisskóli 80 ára starfsafmæli að Skólastræti 1

Föstudaginn 31. maí var haldið uppá 80 ára starfsafmæli Sandgerðisskóla við Skólastræti 1. Á sýningunni voru gömul kennslugögn, bókarkynningar og eldri verk fyrrum nemenda til sýnis. Þá voru nemendur búnir að vinna bókaverkefni útfrá áratugum, allt frá gömlu Öddubókunum til Fíusólar. Boðið var uppá köku og kaffi í tilefni dagsins. Gömul myndaalbúm slógu í gegn ásamt myndakassa. En þar gátu nemendur og aðrir gestir tekið myndir af sér. Sjá meðfylgjandi myndasafn.   Hér koma myndir úr myndaboxinu ? Myndaalbúm 1 - smellið hér til að skoða Myndaalbúm 2 - smellið hér til að skoða Myndaalbúm 3 - smellið hér til að skoða