Samskiptadagur mánudaginn 10. október

Mánudaginn 10. október nk. er samskiptadagur í Sandgerðisskóla. Markmið með samskiptadegi er m.a að foreldrar, nemandi og kennari ræði saman um náms- og félagslega stöðu nemandans og að tekin sé sameiginleg ákvörðun um næstu markmið hans.

Tímabókanir eru með rafrænum hætti í gegnum Mentor kerfið. 

  • Hægt er að byrja að skrá sig í viðtöl föstudaginn 30. september kl.12:00 
  • Lokadagur skráningar er kl.16:00, miðvikudaginn 5. október.

Við biðjum ykkur því um að fara inn á www.infomentor.is og bóka ykkar viðtalstíma þar.

Þeir sem eiga fleiri en eitt barn í skólanum eru hvattir til þess að skrá sig sem allra fyrst, eftir að skráning hefst til að fá viðtalstíma í röð hjá mismunandi kennurum. Ykkur er bent á að hafa samband við umsjónarkennara ef þess þarf.

Bóka foreldraviðtöl - Kennslumyndband fyrir aðstandendur