Samrómur - Lestrarkeppni grunnskóla

Í gær fimmtudag fór af stað grunnskólakeppni inn á samromur.is þar sem markmiðið er að safna upptökum af lesnum setningum af tali frá fjölbreyttum hópi.  
 
Til þess að tölvur og tæki skilji íslensku svo vel sé þá þarf mikinn fjölda upptaka af íslensku tali frá allskonar fólki. Þess vegna þurfum við þína aðstoð, með því að smella á „Taka þátt“ þá getur þú lesið upp nokkrar setningar og lagt „þína rödd” af mörkum. Við viljum sérstaklega hvetja fólk sem hefur íslensku sem annað mál að taka þátt. Það er á okkar valdi að alltaf megi finna svar á íslensku.
 
Við ætlum að taka þátt og lesa hér í skólanum og hvetjum alla til að lesa heima líka. Það er því tilvalið að brjóta upp heimalesturinn og taka um leið þátt í þessu verkefni og þið fullorðnu megið líka lesa.
Til þess að taka þátt farið þið inn á samromur.is og smellið á taka þátt og svo á tala, velja hversu margar setningar við viljum lesa og þá þarf að skrá inn upplýsingar. Veljið Grunnskólinn í Sandgerði, skráið aldur, kyn og móðurmál og þá getið þið byrjað. Þetta er hægt að gera aftur og aftur.