Samfélagslöggan heimsótti unglingastig

Í dag heimsótti  samfélagslöggan Sandgerðisskóla og hélt fræðsluerindi fyrir nemendur í 8.–10. bekk. Markmið heimsóknarinnar var að ræða við unglingana um mikilvæg málefni sem tengjast þeirra daglega lífi.

Áhersla var lögð á samskipti nemenda í raunheimum og á netinu, öryggi og ábyrgð í akstri á vespum, fordóma og friðhelgi einkalífs. 

Samfélagslöggunni var vel tekið, nemendur voru virkir og spurðu margra spurninga.