- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Í dag fengu nemendur í 1. bekk reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanisklúbbi Hofi í Garði. Með gjöfinni minnir Kiwanishreyfingin á að reiðhjólahjálmur er mikilvægur öryggisbúnaður og til að gjöfin nýtist sem best og skili tilætluðum árangri er mikilvægt að nemendur noti hjálminn alltaf þegar þeir hjóla, leika sér á línuskautum, hlaupahjóli eða hjólabretti.
Einnig komu fulltrúar frá Samfélagslögreglu Suðurnesja og fóru yfir notkun hjálmsins og aðstoðuðu meðlimi klúbbsins við afhendingu hjálmanna. Þá var einnig Skólahjúkrunarfræðingurinn búinn að koma með fræðslu inn í bekkinn um notkun reiðhjólahjálma og öryggi þeirra.
Nemendur 1. bekkjar eru virkilega ánægðir með gjöfina og þakka kærlega fyrir sig. Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá afhendingunni
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is