Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Sandgerðisskóla

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur hér í Sandgerðisskóla í dag. Nemendur og starfsmenn komu saman á sal skólans þar sem byrjað var á því að veita nemendum bíómiða að gjöf sem viðurkenningu fyrir sumarlestur, en vegna óviðráðanlegra ástæðna var ekki búið að veita viðurkenninguna fyrr.  

Lífshlaupinu voru einnig gerð góð skil.  Sandgerðisskóli lenti í fjórða sæti í keppninni á landsvísu sem er mjög góður árangur. Þá fengu nemendur í  5. og 6. bekk sérstaka viðurkenningu fyrir góðan árangur í bekkjarkeppninni innan skólans. 

Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur í 10. bekk mæti í eins  búningum á öskudaginn og er ávallt mikil spenna fyrir því hvert búningaþema þeirra er, að þessu sinni var það Spider-Man.  Frábær dagur í alla staði sem endað á því að nemendur og starfsfólk dönsuðu saman á sal skólans.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá skemmtu allir sér vel í dag.