Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Sandgerðisskóla

Í ár mættu nemendur 10. bekkjar sem heilbrigðisstarfsfólk ásamt þríeykinu margfræga.
Í ár mættu nemendur 10. bekkjar sem heilbrigðisstarfsfólk ásamt þríeykinu margfræga.

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Sandgerðisskóla í dag. Nemendur og starfsfólk mættu í skrautlegum og skemmtilegum búningum, allt eftir höfði hvers og eins. Skóladagurinn var með óhefðbundnum hætti, nemendur fengu glaðning að gjöf frá Suðurnesjabæ og enduðu daginn á uppbroti á sal. Mikil spenna er ávallt hjá yngri nemendum fyrir því í hvernig búningum nemendur í 10. bekk eru ár hvert. Í ár mættu þeir sem heilbrigðisstarfsfólk ásamt þríeykinu margfræga. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá skemmtu nemendur og starfsfólk sér mjög vel.