Ólympíuhlaup ÍSÍ

Á föstudaginn sl. endaði  Sandgerðisskóli Heilsuvikuna með þátttöku í Ólympíuhlaupinu (áður Norræna skólahlaupinu). Hlaupið er haldið ár hvert í öllum skólum á Norðurlöndunum og er það haldið til að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar. Nemendur og starfsfólk skólans hlupu samtals 1403km, en til samanburðar er til dæmis hringvegurinn okkar 1321 km!

Þeir nemendur sem hlupu meira en 7,5 km í 1. – 5. bekk og meira en 10 km 6. – 10. bekk fengu titilinn Skólahlaupsmeistarar 2022. 

Skólahlaups meistarar að þessu sinni eru:

  1. bekkur: Sævar Kári Sigmarsson Valberg
  2. bekkur: Aníta Ósk Guðmundsdóttir
  3. bekkur: Gunnar Freyr Eyþórsson, Heiðdís Svala Svavarsdóttir, Kristinn Freyr Guðmundsson og Alfred Jenni Elíasson
  4. bekkur: Alexandra Ibhade Oriri Lastra, Dilja Björk Óðinsdóttir, Matthildur Ásmundsdóttir, Frosti Freyr Kristjánsson, Óðinn Þór Brynjarsson, Oliwier Filip Krysztopa, Patryk Chakree Thiaochanthuek, Páll Gíslason, Róbert Ingi Arnarsson og Wojciech Zochniak
  5. bekkur: Filip Dabrowski, Kristófer Valgarðsson, Sigurrós Soffía Hafsteinsdóttir og Younes Ahmed Amrouni
  6. bekkur Dóróthea Sjöfn Róbertsdóttir, Jana Margrét Sæmundsdóttir og Sigurður Hilmir Ómarsson
  7. bekkur: Patrick Srama og Wiktoria Nut Thiaochantuek
  8. bekkur: Hilda Rún Hafsteinsdóttir og Thelma Sif Róbertsdóttir
  9. bekkur: Gunnlaugur Yngvi Elínarsonar
  10. bekkur: Konstantin Sadenko og Sindri Snær Reynisson

Konstantin og Sigurður Hilmir hlupu mest allra samtals 11,5 km eða 32 hringi

Ólympíuhlaup ÍSÍ Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ Ólympíuhlaup ÍSÍ

Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá Ólympíuhlaupinu.