Ólympíska skólahlaupið

Á þriðjudaginn tók Sandgerðisskóli þátt í Ólympíuhlaupinu (áður Norræna skólahlaupinu). Hlaupið er haldið ár hvert í öllum skólum á Norðurlöndunum og er það haldið til að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar. Nemendur og starfsfólk skólans hlupu samtals 1445 km, en það er meira en að keyra frá Sandgerði og fara hringinn í kringum landið, taka auka rúnt um Reykjanesið og enda ferðalagið í Sandgerði. Á yngsta stigi hljóp 5. bekkur mest en hann fór að meðaltali 7,1 km á mann, en á eldra stigi hljóp 10. bekkur mest, eða 7,3 km að meðaltali á mann. Þeir Oliver Þór og Jezreel Mitas hlupu báðir meira en rúma 18km og eru því Skólahlaupameistarar Sandgerðisskóla árið 2020.

1. bekkur    = 160 hringir    = 64 km = meðatal 3,8 km
2. bekkur  = 407 hringir  = 163 km = meðatal 5,6 km
3. bekkur  = 278 hringir  = 112 km = meðatal 4,7 km
4. bekkur  = 227 hringir  = 90,8 km = meðaltal 4,54 km
5. bekkur  = 583 hringir   = 233,2 km = meðaltal 7,06 km
6. bekkur  = 477 hringir  = 190 km = meðaltal 6,3 km
7. bekkur  = 442 hringir  = 195,4 km = meðaltal 6,3 km
8. bekkur  = 517 hringir  = 206,8 km = meðatal 7,13 km 
9. bekkur  = 146 hringir  = 58,4 km  = meðaltal 7,07 km
10. bekkur  = 329 hringir   = 131,2 km = meðaltal 7,3 km

 

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands