Nýtt ár og nýir tímar

Kæru foreldrar/forráðamenn og nemendur.

Skóli hefst þriðjudaginn 5. janúar kl. 8:15/9:00. Kennsla verður samkvæmt stundaskrám í öllum árgöngum. Nemendur í 1. - 10. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðarmörkum sem og grímuskyldu. Blöndun nemenda milli hópa er heimil. Heimilt er að víkja frá fjöldatakmörkunum í sameiginlegum rýmum skóla s.s. við innganga, á göngum og í mötuneyti. Þetta þýðir að allir nemendur geta nýtt sér mötuneytið og hefðbundnar stundaskrár taka gildi. Áfram þarf að huga að sóttvörnum og þrifum og skulu foreldrar og aðstandendur ekki koma inn í skólann nema nauðsyn beri til og þurfa þá að nota andlitsgrímur.

Hlökkum til að sjá ykkur kæru nemendur!

Starfsfólk Sandgerðisskóla.