Norræna bókmenntavikan

Í síðustu viku var Norræn bókmenntavikan haldin hátíðleg á bókasafni Sandgerðisskóla. Margrét Ásgeirsdóttir, formaður Norrænafélags Suðurnesjabæjar las úr Lísu Langsokk fyrir yngri bekki skólans og færum við henni bestu þakkir fyrir skemmtilegan lestur. Norræna bókmenntavikan er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum.