- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendur í 6. bekk unnu fræðsluverkefni um mikilvægi þess að nota reiðhjólahjálm. Verkefnið fólst í því að búa til kynningu þar sem fjallað var um hvers vegna hjálmanotkun er mikilvæg, hvernig hjálmurinn ver höfuðið og hvernig á að velja rétta stærð og festa hann rétt. Einnig fóru þeir yfir hver aldursreglan er um notkun rafmagnhlaupahjóla.
Hver hópur fékk úthlutað einn bekk frá 1. til 4. bekk til að fræða og kynna efnið fyrir. Nemendur sýndu glærur og kynntu fyrir bekkjunum mikilvægi þess að vernda heilann. Nemendur tóku virkan þátt, spurðu spurninga og margir sögðust ætla að passa sig betur á að nota hjálm í framtíðinni. Verkefnið heppnaðist vel og hefur gott forvarnargildi. Smellið hér til að sjá fleirir myndir


|
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is