Vettvangsferð í Vísindasmiðjuna og Þjóðminjasafnið.

Nemendur í 6. bekk fóru í vettvangsferð til Reykjavíkur og fóru þar í Vísindasmiðjuna og Þjóðminjasafnið. Í Vísindasmiðjunni skoðuðu nemendur mismunandi spegla, teiknandi rólu, ljós, hljóð, rafmagn og sáu súrefni í vökvaformi notað til að kveikja í Rice crispy. Á Þjóðminjasafninu fóru nemendur í rateik um safnið og fundu þar alls kyns gamla muni úr íslenskri sögu. Nemendum þótti mörgum beinagrindurnar lang mest spennandi. Nemendur stóðu sig frábærlega í ferðinni.