Nemendur 10. bekkjar á Skólaþingi

Árgangur 2008
Árgangur 2008

Fimmtudaginn 15. febrúar sl. fór 10. bekkur ásamt umsjónarkennurum, stuðningsfulltrúa og námsráðgjafa á Skólaþing en það hefur verið árleg ferð fyrir 10.bekk. Nemendur fóru í hlutverkaleik, þeim var skipt í flokka, stjórn og stjórnarandstöðu. Nemendur fengu tilbúin nöfn og fyrir hvaða málum persóna þeirra stæði. Nemendur hófu leikinn í þingflokki sínum, síðan í þingsal og svo aftur á þingflokksfundi. Þaðan fóru þau svo á nefndarfundi, þingflokksfund og svo voru málin lögð fyrir þingheim, menn gátu sett fram breytingartillögur og greitt atkvæði um þær og svo aftur greidd atkvæði um lagafrumvörpin í heild sinni. Nemendur stóðu sig vel og voru dugleg að fara í pontu og gera grein fyrir afstöðu sinni.

Eftir Skólaþing fórum við í Tækniskólann við Háteigsveg og skoðuðum sérstaklega skipstjórnar- og stýrimannanámið og aðstöðu þeirra, hermir þar sem nemendur voru að sigla í innsiglingunni til Vestmannaeyja og við það að horfa á skjáina var maður farinn að stíga ölduna og næstum orðin sjóveik. Næst var kíkt í Borgarholtsskóla og kynnt sér bílgreinanámið þar, eftir skólaheimsóknir fórum við í kynningu hjá RÚV sem var skemmtileg og áhugaverð. Að loknum frábærum heimsóknum þá enduðum við daginn á að fara út að borða saman.

10. bekkkur á Skólaþingi 10. bekkkur á Skólaþingi

10. bekkkur á Skólaþingi 10. bekkkur á Skólaþingi

 10. bekkkur  10. bekkkur

10. bekkkur  10. bekkkur

Smellið hér til að að sjá fleiri myndir.