Nemendur 10. bekkjar á Skólaþingi

Nemendur í 10. bekk fóru á Skólaþing í vikunni. Á Skólaþingi fara grunnskólanemendur í hlutverk þingmanna. Unnnið er með ákveðin málefni sem leidd eru til lykta eftir starfsháttum og verkferlum Alþingis. Nemendur stóðu sig frábærlega og er nokkuð ljóst að það eru efnilegir þingmenn í hópnum.

Eftir skólaþing heimsóttu nemendur svo Menntaskólann í Kópavogi, sem er móðurskóli í matvæla- og veitingageiranum og Borgarholtsskóla, þar sem bíltæknibrautir vöktu mikinn áhuga meðal nemenda.

Nemendur enduðu svo daginn á að fara út að borða saman.