Múmínálfastuð í 5. bekk

Í vikunni kláruðu nemendur í  5. bekk skemmtilegt verkefni um rithöfundinn Tove Janson og bækurnar hennar. Þau unnu saman í hópum með bækurnar um Múmínálfana og einn hópurinn var með höfundinn sjálfan. Verkefninu lauk með kynningu fyrir bekkjarsystkinum á bókunum sem hópurinn las og myndskreytti. Hópurinn sem aflaði sér upplýsinga um Tove, upplýstu bekkinn um líf hennar, bækur, sjónvarpsþætti og annað sem hún aðhafðist í lífi sínu.