Mannslíkaminn

Í samfélags- og náttúrufræði höfum við í 2. bekk verið að vinna með mannslíkamann og hvar líffærin eru staðsett og hvað stjórnar hugsunum okkar og gjörðum. Við fengum lánaða gínu úr náttúrufræðistofunni og fengu nemendur að skoða hvar inneflin eru staðsett í líkamanum. Krakkarnir klipptu út sjálfan sig og teiknuðu inneflin á líkanið sitt. Við vorum einnig að vinna með „snertingu“ í skinfærunum og voru nemendur að finna út hvaða skólafélagi sat í stólnum með bundið fyrir augun og hver hluturinn væri.

Í dag vorum við svo heppin að fá tækifæri að sjá alvöru líffæri í náttúrufræðistofu þar sem 5. bekkur var að skoða innefli úr svíni. Við fengum að sjá t.d. hjarta, lungu, nýru, lifur og hvernig lungun virka. Þetta fannst þeim mjög spennandi.