Lýðræði er leikur einn

Nemendur í 6. bekk hafa á undanförnum vikum verið að læra um lýðræðislega samfélagshætti. Í lok lotunnar unnu nemendur skemmtilegt verkefni í hópum þar sem þau máttu koma með hugmyndir að því sem þeim fannst vanta hér í bæinn. Hugmyndirnar voru: fótbolta skemmtigarður, 5 stjörnu hótel, útiskemmtigarður, verslunarmiðstöð, ævintýragarður og Target. Þú útbjuggu veggspjöld og kynntu hugmyndir sínar fyrir nemendum 5. bekkjar. Í framhaldinu var lýðræðisleg kosning. Niðurstöður sýndu að flestir nemendur 5. bekkjar vilja fá ævintýragarð í Suðurnesjabæ.

Lýðræði er leikur einn

Á meðfylgjandi myndum má sjá kynningar nemenda og veggspjöld með hugmyndum. 

 Lýðræði er leikur einn Lýðræði er leikur einn

 Lýðræði er leikur einn Lýðræði er leikur einn 

Smellið hér til að sjá fleiri myndir