Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Grindavík í ár. En þetta er í tuttugasta og þriðja skiptið sem Sandgerðisskóli tekur þátt í keppninni. Nemendur úr Gerðaskóla, Grunnskóla Grindavíkur, Sandgerðisskóla og Stóru- Vogaskóla tóku þátt.   

Undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppninnar hefst á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, hjá öllum nemendum í 7. bekk. Kjörorð verkefnisins eru  að nemendur læri að vanda flutning og framburð íslensks máls, læri að njóta þess að flytja móðurmálið, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Gunnar Freyr Ólafsson, Sigurbjörn Bergmann Ómarsson og Yngvar Adam Gústafsson kepptu fyrir hönd Sandgerðisskóla, þeir stóðu sig frábærlega og voru sjálfum sér og skólanum til mikilla sóma.

Gunnar Freyr var í 3. sæti og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn.