Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin fór fram á sal Sandgerðisskóla fimmtudaginn 4. maí, en þar fluttu nemendur í 4. bekk fjölbreytta texta á sviði. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur þjálfist í að flytja íslenskt mál, sjálfum sér og öðrum til ánægju og segja má að litla upplestrarkeppnin sé undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin er ár hvert í 7. bekk. Nemendur í hljóðfæravali fluttu einnig lag sem þeir hafa verið að æfa í Tónlistarskólanum í vetur. Foreldrar barnanna og nemendur í 3. bekk hlustuðu á nemendur 4. bekkjar flytja ljóð og lesa sögur fyrir framan hóp af fólki og sýna færni sína í upplestri. Nemendur höfðu æft af kappi frá 16. nóvember sl. fyrir þessa keppni og stóðu allir sig með glæsibrag. Í lokin buðu nemendur 4. bekkjar foreldrum sínum í pálínuboð í stofunni sinni sem heppnaðist einstaklega vel. 

Litla upplestrarkeppnin Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin Litla upplestrarkeppnin

Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá hátíðinni.