Litaboltamót í Heilsuviku

Á mánudaginn sl. var litaboltakeppni (Paintball) á milli bekkja í íþróttahúsinu.

Riðlakeppni var á milli bekkja, þar sem 7. og 8. bekkur kepptu sín á milli og 9. og 10. bekkur sín á milli.

Sigurvegarar úr hvorum riðli fyrir sig kepptu því næst hvor við annan og fór svo að 9. bekkur varð litaboltameistarar þetta árið.

Litaboltameistararnir í 9. bekk fengu svo að keppa við starfsmenn skólans, sem gáfu nemendum ekkert eftir en eftir æsispennandi keppni vann 9. bekkur starfsmenn 3-1.

Mótið vakti mikla lukku og verður klárlega árlegur viðburður hér eftir.