Líf og fjör í 4.bekk

Nemendur í 4. bekk hafa brallað margt og mikið frá því í byrjun árs 2020. Bókin Harry Potter og Viskusteinninn hefur m.a. átt hug okkar allra á vorönninni þar sem við vorum að vinna með hana sem kjörbók í Byrjendalæsi. Nemendur eru búnir að kynnast galdraveröld Harry Potters og vina hans, hafa lært galdra og aðrar þulur og unnið allskonar skemmtileg verkefni tengdum sögunni um hans. Fyrir öskudag gerðu nemendur sinn eigin töfrasprota sem var mjög skemmtilegt verkefni.  Á öskudaginn voru margir galdramenn á stjái um skólann í ýmiskonar gervum. Einnig voru þónokkrar stundir þar sem nemendur,  kennarar og stuðningsfulltrúar skemmtu sér saman úti í snjónum m.a. með því að renna, leika og njóta útiverunnar.