Leiklistarsmiðjan bauð upp á sýninguna Láka

Í dag buðu nemendur í leiklistarsmiðjum börnunum á leikskólanum á sýninguna Láka. Leikarar hafa verið að æfa og undirbúa leikritið síðustu vikur og stóðu sig með prýði.

Það lá vel við að sýna Láka á baráttudegi gegn einelti. Sagan sjálf fjallar um álf sem kemur upp á jörðina og heldur að besta leiðin til þess að lifa í samfélagi við aðra sé að gera öðrum illt. Þegar hann finnur ekki upp á fleiri prakkarastrikum ákveður hann að prófa að vera góður. Hann sér þá að honum líður miklu betur þegar hann er góður og hjálpsamur. Boðskapur sögunnar sýnir okkur að þegar við gerum góðverk þá líður okkur vel.

Við þökkum nemendum leikskólans kærlega fyrir komuna, þau voru frábærir áhorfendur.

Leiklistarsmiðjan 

 Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá sýningunni.