Leiklist - Sigurfljóð hjálpar öllum

Leiklistarhópurinn með nemendum á Leikskólanum Sólborg
Leiklistarhópurinn með nemendum á Leikskólanum Sólborg

Nemendur í leiklistarsmiðju buðu upp á tvær sýningar í dag á leikritinu Sigurfljóð hjálpar öllum. Leikritið er byggt á samnefndri bók eftir Sigrúnu Eldjárn og fjallar um unga stúlku sem sýnir krökkunum í hverfinu hvernig hugarfar okkar breytist til hins betra þegar við hjálpum öðrum.

Fyrri sýningin var á leikskólanum Sólborg. Þar höfðu kennarar lesið söguna fyrir börnin og unnið skemmtileg verkefni út frá henni, bæði teikningar og brúður. Seinni sýningin var á sviði skólans en þá komu nemendur úr 3. bekk.

Sigurfljóð Sigurfljóð 

Leikarar stóðu sig með stakri prýði enda ekki annað hægt með svo frábæra og áhugasama áhorfendahópa.

Það er fátt skemmtilegra en þegar lítið verkefni vindur upp á sig og verður að enn stærra samstarfsverkefni leikskóla og skóla eins og sjá má á myndunum, smellið hér.

Sigurfljóð Sigurfljóð