Krufning í náttúrufræði

Fróðleiksfúsir nemendur komu í heimsókn í náttúrufræðistofuna til að skoða innyfli úr svíni. Nemendur í 1.- 10.bekk tóku þátt í krufningunni og var gaman að sjá hversu margir höfðu áhuga á að fræðast nánar um innyflin. 

Nemendur fengu hanska til þess að nota þegar þeir komu við innyflin. Nemendur á yngsta stigi skoðuðu hvert líffæri fyrir sig í rólegheitum. Nemendur á miðstigi fengu að skoða innyflin þegar búið var að taka þau í tvennt þannig hægt væri að sjá betur hvernig þau líta út að innan. Unglingastigið fékk að kryfja og skoða enn betur innyflin og stóðu sig vel í því. Einnig gafst nemendum tækifæri að skoða innyflin í bæði víðsjá og smásjá og að vakti mikla ánægju hjá nemendum. Krufningin var algjört ævintýri og gaman að fylgjast með nemendum skólans og ánægjulegt var að sjá hvað nemendur voru áhugasamir um líffærin. 

Krufning í náttúrufræði Krufning í náttúrufræði

Krufning í náttúrufræði Krufning í náttúrufræði 

Hér má sjá fleiri myndir frá heimsókn nemenda í náttúrufræðistofuna.

2. bekkur

3. bekkur

4. bekkur

5. bekkur

9. bekkur

10. bekkur

Blandaðar myndir - Albúm 1 / Albúm 2