Jólalukka 9. bekkjar

Það er orðin hefð hér í Sandgerði að 9. bekkur skólans haldi jólabingó sem hluta af fjáröflunum fyrir vorferð. Vegna ástandsins í samfélaginu var það ekki  hægt í ár og því var ákveðið að hafa jólalukku. 

Nemendur sáu um að safna vinningum, sækja þá, raða saman og pakka inn með aðstoð frá kennurum og stuðningsfulltrúa bekkjarins auk foreldra. 

Dregið var um 52 stórglæsilega vinninga. Á myndunum má sjá vinningsnúmer.  

Nemendur vilja þakka kærlega fyrir stuðninginn, öllum fyrirtækjum sem gáfu gjafir og þeim sem styrktu með því að kaupa miða.