Í dag fóru fram krakkakosningar í skólanum

Krakkakosningar 2024
Krakkakosningar 2024

Í dag fóru fram krakkakosningar í skólanum. Allir árgangar skólans, nemendur í 1.- 10. bekk tóku þátt. Nemendaráð skólans sá um utanumhald á kosningunum og skipaði kjörstjórn. Eftir að kjörstað skólans var lokað um hádegi lokaði kjörstjórn sig af, flokkaði og taldi atkvæði með sama fyrirkomulagi og aðrar kjörstjórnir vinna.

Krakkakosningarnar eru samstarfsverkefni Umboðsmanns barna og KrakkaRÚV. Með krakkakosningum er börnum gefið tækifæri á að láta í ljós skoðanir sínar á frambjóðendum og er það í samræmi við það sem m.a. kemur fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsin sbr. lög nr. 19/2013 þar sem segir að börn eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið. 

Þetta eru sjötta sinn sem  krakkakosningar fara fram í tengslum við komandi forsetakosningar.

Niðurstöður voru eftirfarandi:
Gildir seðlar: 252
Ógildir: 5
Auðir: 2
 

Jón Gnarr sigraði kosningarnar með 27% atkvæða.

Niðurstaðan var eftirfarandi:

1. sæti Jón Gnarr 27%
2. sæti Arnar Þór 20%
3. sæti Halla Hrund 11%
4. sæti Baldur Þórhallsson 8%
5. sæti Halla Tómasdóttir 8%
6. sæti Katrín Jakobsdóttir 6%
7. sæti Viktor Traustason 5%
8. sæti Helga Þórisdóttir 4% 
9. sæti Ásdís Rán 3%
10. sæti Ástþór Magnússon 2%
11. sæti Steinun Ólína 1%
12. sæti Eiríkur Ingi 0%

Krakkakosningar Krakkakosningar Krakkakosningar Krakkakosningar  

Krakkakosningar Krakkakosningar Krakkakosningar Krakkakosningar 

Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá kjörstað.