Hrekkjavaka í heimilisfræði

Heimilisfræðitímar þessarar viku voru að miklu leyti tengdir inni árlegu hrekkjavöku enda mikil gleði hér í bæ í tengslum við hana. Nemendur fengu að útbúa öðruvísi kræsingar en venjan er, m.a. ávaxtaskrímsli, nornafingur, ýmsar gerðir af graskerum o.fl.  Stemmningin var einstaklega skemmtileg þar sem nemendur lögðu sig alla fram við að útbúa hræðilegar kræsingar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.