- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Í dag mættu nemendur 3. bekkjar á kynningu á hljóðfæravali á sal Sandgerðisskóla. Nemendur í 4. bekk spiluðu lög á hljóðfærin sem þeir hafa verið að læra á í vetur. Kynningin er hluti af námi í hljóðfæravali 4. bekkjar, þar velur hver og einn nemandi sér hljóðfæri sem hann lærir á í heilt skólaár. Markmið kynningarinnar er að vekja áhuga nemenda í 3. bekk á tónlist og hljóðfærum og gefa þeim innsýn í það spennandi tónlistarnám sem bíður þeirra. Nemendur í 3. bekk hlustuðu af áhuga og voru margir hverjir spenntir fyrir því að fá sjálfir að taka þátt í hljóðfæravali á næsta skólaári.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is