Hjálpum jörðinni – 4. bekkjarverkefni

Nemendur í 4. bekk hafa undafarna daga unnið í hópaverkefni og fundið út saman hvað sé mikilvægt að gera til að bjarga jörðinni frá umhverfisspillingu og að minnka matarsóun. Hugmyndir sem krakkarnir komu með voru að

  • Slökkva á óþarfa rafmagni
  • Minnka matarsóun
  • Hjálpa dýrum
  • Tína rusl úr náttúrunni
  • Endurnýta
  • Minnka notkun farartækja
  • Fara með dósir í dósasel
  • Flokka rusl
  • Rækta fleiri plöntur
  • Endurnýta notuð föt
  • Sýna náttúrunni virðingu
  • Passa pappírseyðslu