Heimsókn með kennsluefni - mannslíkaminn

Nemendur í 9. bekk hafa allt frá upphafi skólaársins unnið með námsefni um mannslíkamann og öðlast góða þekkingu á efninu. Til að nýta þessa færni fengu þeir tækifæri til að miðla fróðleiknum til yngri nemenda. Fyrir valinu varð 5. bekkur, sem þegar hefur fengið grunninn í svipuðu efni, og því var tilvalið að þessir tveir árgangar kæmu saman.

Undirbúningur kennsluefnisins var alfarið í höndum 9. bekkinga sem kynntu verkefnin sín fyrir 5. bekk. Báðir hópar stóðu sig frábærlega og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hve vel 5. bekkur tók á móti eldri nemendum. Það er ekki einfalt að stíga fyrir framan bekk og kynna námsefni, en með jákvæðu viðmóti og áhuga yngri nemenda gekk verkefnið einstaklega vel.

Þessi heimsókn sýndi hversu skemmtilegt og lærdómsríkt er að tengja saman ólíka bekki í kennsluverkefnum. Ljóst er að fleiri slíkar samvinnustundir munu verða skipulagðar í framtíðinni. Smellið hér til að sjá myndir frá kynningunni.

Heimsókn með kennsluefni Heimsókn með kennsluefni Heimsókn með kennsluefni Heimsókn með kennsluefni