Heimsókn í Þekkingarsetrið

Nemendur, kennarar og stuðningsfulltrúi 1. bekkjar Sandgerðisskóla og skólahóps Leikskólans Sólborgar fóru í dag í heimsókn á Þekkingarsetrið. Heimsóknin er lokahátíð samstarfsins Brúum bilið í vetur. Á Þekkingarsetrinu skoðuðu nemendur sýningarnar Heimskautin heilla, Lista - og fræðslusýninguna Huldir heimar hafsins – ljós þangálfanna og Náttúrusýningu safnsins þar sem nemendur skoðuðu dýrin stór og smá. Nemendum var skipt upp í hópa og tóku þátt í skemmtilegum ratleikjum og hlýddu á sögu um ævi og starf Jean -Baptiste Charcot. Að lokum var grillveisla þar sem í boði voru pylsur og safi. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá skemmtu nemendur sér konunglega í þessari heimsókn.