Heimsókn í Byggðasafnið á Garðskaga

Á dögunum var nemendum 1. bekkjar boðið í heimsókn í Byggðasafnið á Garðskaga. Þar fengu börnin að skoða Byggðasafnið og fengu fræðslu um gamlar jólahefðir og jólasveinana. Börnin fengu að heyra þá sögu að í gamla daga hafi Giljagaur oft verið á safninu sem áður var fjós og þá stalst hann stundum inn til að fá sér mjólkursopa. Nú er ekkert fjós lengur en Giljagaur kemur stundum við og hvílir sig í safninu á milli þess sem hann gefur í skóinn. Börnin hlustuðu eftir Giljagaur, þau heyrðu skringileg hljóð og sáu spor eftir jólaköttinn. Nemendur lærðu að búa til músastiga sem þau skreyttu safnið með. Í lokin fengu börnin glaðning, allir skemmtu sér vel og voru nemendur til fyrirmyndar.

Heimsókn í Byggðasafnið  Heimsókn í Byggðasafnið

 Heimsókn í Byggðasafnið Heimsókn í Byggðasafnið   

Sjá fleiri myndir hér