Heimsókn á Byggðasafnið á Garðskaga

Í dag fóru nemendur í 1. og 2. bekk í heimsókn á Byggðasafnið á Garðskaga í boði Suðurnesjabæjar, þar sem vel var tekið á móti okkur. Þar fræddumst við um jólin í gamla daga og fengum að sjá ýmislegt sem jólasveinarnir eru kenndir við t.d. þvöru, ask og strokk.  Eftir skoðunarferð um safnið var okkur boðið upp á veitingar og jólaföndur (músastiga). Nemendur skemmtu sér mjög vel.