Heilsuvika í heimilisfræði

Í tilefni heilsuvikunnar var lögð extra áhersla á hollar og góðar uppskriftir í heimilisfræðitímum. Misjöfn verkefni voru hjá bekkjum en meðal verkefna voru grænmetisbakki og holl ídýfa, basil og tómatmúffur, sítrónu- og kókós morgunverðarkaka, bananabrauð, kryddbrauð o.fl. Flestir voru ánægðir og sáttir við afrakstur sinn en þó heyrðust nokkrar gagnrýnisraddir varðandi eitt uppskriftarval kennarans. Hann tók þær alveg til sín og mun sú uppskrift ekki vera gerð í bráð.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkra nemendur að verki og ávallt skemmtilegt að fylgjast með þeim blómstra í tímum.