Hefðbundið skólastarf

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Á morgun þriðjudag hefst hefðbundið skólastarf hjá nemendum skólans. Hér innan húss verður hugað áfram að sóttvörnum og hólfaskiptingum en nemendur eru undanþegnir grímuskyldu og blöndun milli hópa er heimil. Helsta breyting hjá okkur er að nemendum er skipt meira upp í matsal og verða ýmist úti eða í heimastofum í frímínútum.

Mikilvægt er að huga vel að sóttvörnum, senda börnin ekki í skólann ef þau sýna einkenni Covid-19 og fara þá í sýnatöku og láta okkur vita.

Gera má ráð fyrir að röskun geti orðið á skólastarfi vegna afleiðinga hraðrar útbreiðslu Covid-19 næstu vikurnar.

Við höldum ótrauð áfram og látum ekkert slá okkur út af laginu.

Hlökkum til að hitta börnin ykkar á morgun!

Starfsfólk Sandgerðisskóla