Hátíðartónleikar Barnakórs Sandgerðisskóla og Guðrúnar Árnýjar

Barnakór Sandgerðisskóla ásamt söngkonunni Guðrúnu Árnýju héldu hátíðartónleika í Sandgerðiskirkju í gær, miðvikudaginn 8. desember. Lög úr ýmsum áttum voru flutt í glæsilegum búningi undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur kórstjóra.

Sérstakir gestir voru stúlkur úr eldri kór Gerðaskóla, stjórnandi Freydís Kneif Kolbeinsdóttir.

Hér má sjá myndband frá tónleikunum af laginu, Það eru að koma jól eftir þá Magnús Kjartansson og Halldór Gunnarsson.

Það eru að koma jól