Hákarlaleikur hjá nemendum í 8.bekk

Í umsjónartíma í morgun fór 8. bekkur í Hákarlaleikinn en hann er samskiptaleikur og hluti af vinnu okkar með KVAN. Nemendur þurfa að vinna saman til að koma öllum uppá á eyju sem fer síðan alltaf minnkandi. Nemendur stóðu sig vel og enduðu á eyju sem var ekki nema tæpir 2 fm. en það voru 25 nemendur sem náðu að komast á eyjuna.