Gunnar Helgason rithöfundur kom í heimsókn og las upp úr nýjustu bók sinni Birtingur og símabannið mikla fyrir nemendur skólans. Það skapast alltaf einstök stemning og mikil gleði þegar Gunnar heimsækir okkur, þar sem hann blandar saman leik og húmor í upplestri sínum. Hann nær að halda athygli nemenda allan tímann og nú þegar er kominn biðlisti á bókasafninu eftir bókinni.
Við þökkum Gunnari kærlega fyrir ánægjulega heimsókn og hlökkum strax til næsta árs þegar hann heimsækir okkur aftur, en þetta er fjórtánda árið í röð sem hann kemur í heimsókn til okkar.

