Grenndarkennsla í náttúrufræði

Í grenndarkennslu í náttúrufræði í vikunni sem leið fóru nemendur í 1. bekk í göngutúr um Sandgerði. Í göngutúrnum höfðu nemendur með sér Tommapoka til að tína í rusl sem á vegi þeirra var. Veðrið var yndislegt þennan dag og nutu nemendur veðurblíðunnar á leikvelli í nágrenni skólans í lok göngunnar.