„Gordon Ramsey hvað“

„Gordon Ramsey hvað“ er val sem nemendum á elsta stigi stendur til boða. Valið gengur út á að nemendur fá upplýsingar frá kenanra hvað skal gera fyrir hvern tíma t.d. pastaréttur/bollakökur og þurfa nemendur að finna uppskrift sjálfir sem þeir vilja útbúa og stílfæra. Síðan er keppni um besta bragðið og fallegustu útfærsluna. Mikil samkeppni er á milli hópanna og að sjálfssögðu allt kapp lagt í að ná sigri. Virkilega skemmtileg stemmning sem ríkir í tímunum auk þess sem keppnisskapið og metnaðurinn mikill.