4. bekkur í göngutúr um nærumhverfi

Nemendur að „fleyta kerlingar“ með mismunandi steinum.
Nemendur að „fleyta kerlingar“ með mismunandi steinum.

4. bekkur nýtir hvert tækifæri þessa dagana til útiveru og að fræðast um nærumhverfið sitt. Í útiveru dagsins fengu allir nemendur endurskinsmerki frá Björgunarsveitinni Sigurvon, allir ættu því að sjást vel í göngutúrunum okkar. Við fórum yfir hvernig samspil sólar og jarðarinnar hafa áhrif á sólarganginn og að nú styttist í vetrarsólstöður og þá fer dagurinn að lengjast á ný. Framtíðar náttúrufræðingar fræddust um minkinn í fjörunni og væntanlegir eðlisfræðingar fleyttu kerlingar til að kanna stærð og stefnu krafts.