Fyrirlestur um jafnrétti og karlmennsku

Þorsteinn V. Einarsson þáttagerðastjórnandi, deildastjóri félagsmiðstöðva í Reykjavík, kennari og kynjafræðingur heimsótti nemendur í 7. 8. og 9. bekk og fræddi þau um jafnrétti og jákvæða karlmennsku.

Þorsteinn heldur utan um hlaðvarpið Karlmennskan og heimasíðu með sama heiti. Hann stjórnar einnig þáttum á Hringbraut  undir heitinu Karlmennskan.

Þorsteinn hefur heimsótt marga skóla og félagsmiðstöðvar  til að fjalla um verkefnið sitt og breiða út boðskapinn um mikilvægi þess að allir, karlar og konur hafa rétt á því að sýna tilfinningar og vera eins og þau eru.

Aðeins um jafnrétti og jákvæða karlmennsku.

Karlmenn og drengir glíma við óraunhæfar staðalímyndir kynjakerfisins sem krefur þá um tiltekna hegðun, viðhorf og útlit. Afleiðingarnar eru vanlíðan, óhamingja, kynbundið námsval, starfsval, launamunur, sjálfsvígshugsanir, ofbeldi og ójafnrétti sem bitnar á samfélaginu öllu, körlum, konum og fólks utan tvíhyggjunnar. Lausnin er meðal annars að hrista upp í hinu viðtekna gildismati og skapa jarðveg fyrir jákvæða karlmennsku. Þannig losna karlmenn og drengir og samfélagið allt úr álögum karlmennskuhugmynda kynjakerfisins.

Markmið Karlmennskan er að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæðri karlmennsku ráðandi sess og styðja í leiðinni við jafnrétti í íslensku samfélagi.