Fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni

Fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni
Fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni

Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram í skólanum í morgun. Nemendur í 7. bekk hófu æfingar og undirbúning eftir Dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðast liðinn.

Fyrsti hluti keppninnar er bekkjarkeppni sem er haldin í stofum. Lang flestir nemendur 7. bekkjar tóku þátt í þeirri keppni og stóðu sig vel. Eftir þá keppni voru átta nemendur valdir til að taka þátt í undankeppni á sal skólans. 

Sú undankeppni fór fram í morgun. Keppendur lásu texta og tvö ljóð. Wiktoria Nut sá um tónlistaratriðið og spilaði á píanó. Það voru Franz Mikael Jensson, Kristín Hrefna Ásmundsdóttir og Sesselja Ásta Svavarsdóttir sem báru sigur úr bítum og verða fulltrúar skólans í lokakeppninni sem fer fram í Gerðaskóla þann 15. mars kl. 15:00. En þar mætast keppendur frá Sandgerðisskóla, Gerðaskóla, Grunnskóla Grindavíkur og Stóru-Vogaskóla. 

Allir keppendur stóðu sig virkilega vel og við óskum sigurvegururum til hamingju með árangurinn og góðs gengis í lokakeppninni. 

Þess verður líka að geta að áhorfendur, nemendur úr 6. og 7. bekk stóðu sig vel og verður gaman að fylgjast með 6. bekkingum á næsta ári.