Friðarveggspjaldakeppni Lions

Nokkrir nemendur í 1. Lotu í sjónlistum í 6. og 7.bekk tóku þátt í friðarveggspjaldakeppni Lions í haust. Þemað í ár var „við erum öll tengd eða we are all connected“ og áttu nemendur að vinna myndina sína út frá þeim orðum. Þegar myndirnar voru tilbúnar var þeim skilað til Lionsklúbbsins í Sandgerði en þar dæmdu  þrír listamenn um hvaða mynd færi áfram í keppnina á landsvísu. Á sl. laugardag bauð Lionsklúbbburinn þátttakendum og foreldrum þeirra að mæta til kaffisamsætis í Lionshúsinu þar sem tilkynnt var um hvaða mynd varð fyrir valinu af hálfu dómnefndar. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var dómnefndin ekki öfundsverða að þurfa að velja eina mynd úr þessum fallegu listaverkum því þær túlka allar þann boðskap sem beðið var um. En mynd Róberts Óla Hannessonar varð fyrir valinu og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn. Þess má geta að myndin sem vinnur í landskeppninni fer áfram í aþjóðakeppni í Bandaríkjunum á vegum Lionssamtakanna.

Fridarveggspjaldakeppni Lions