Fótboltatölfræði

Nemendur í 7. bekk unnu í dag verkefni með fótboltaspil í tengslum við stærðfræðinámsefnið. Unnið var með tölfræðihugtök og settu nemendur upp tíðnitöflur þar sem leikmenn voru flokkaðir eftir liðum, litum á búningum, verðgildi leikmanna ásamt því að finna miðgildi og meðaltal.