Fjölbreytt skólastarf í breytilegu umhverfi vegna veiru

Mikil breyting hefur verið á skólastarfi Sandgerðisskóla síðastliðna viku og fylgja fréttinni myndir til að gefa ykkur foreldrum og íbúum innsýn í skólastarfið.

Búið er að hólfa niður skólann til að takmarka umgang og passa fjölda í hverju rými. Það þurfti auðvitað líka að breyta kaffistofu kennara og minnka þeirra samneiti, því voru gerðar nýjar kaffistofur á sal skólans og í heimilisfræðistofu.

Nemendur hafa tekið hópaskiptingunni vel og verið jákvæðir breyttu námsumhverfi.

Fréttinni fylgja nokkrar myndir af nemendum og starfsfólki.