Ferð í fjárhúsin hjá Jóni bónda

Á fimmtudaginn fóru nemendur í 3. bekk í hjólatúr í fjárhúsin hjá Jóni bónda að skoða nýfædd lömb og kindur sem enn áttu eftir að bera. Nemendur fengu allir að prófa að halda á nýfæddu lambi og eins og sjá má þá fannst þeim það mjög spennandi.

Nemendur og starfsmenn þakka Jóni kærlega fyrir móttökurnar.